Fjármálaeftirlitið breytir áfallaviðmiðum banka 16. mars 2006 00:01 Á ársfundi fjármálaeftirlitsins í fyrra. Lengst til vinstri má sjá Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings banka, hugsi yfir upplýsingum sem fram komu á ársfundi Fjármálaeftirlitsins um miðjan nóvember síðastliðinn. MYND/Valli Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Áfallaviðmið fjármálafyrirtækjanna hefur verið hækkað úr 25 prósentum í 35 prósent og er breytingin sögð vera gerð í ljósi verulegra hækkana á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. "Með þessu eru viðmið aðeins strangari en áður var," segir Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. "En þetta breytir því ekki að bankarnir standast áfallaprófið eins og það var útfært." Mat Fjármálaeftirlitsins er að vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjárgrunni og áhættugrunni fjármálastofnana, einkum hjá viðskiptabönkunum, geti áhrif af gengisbreytingum erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni á eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna orðið umtalsverð. Í nýjum lið í áfallaprófi fjármálafyrirtækja var því gert ráð fyrir áhrifum af 25 prósenta hækkun erlendra gjaldmiðla sem sagt er samsvara 20 prósenta veikingu krónunnar. Ragnar bendir á að viðmiðin í prófinu hafi verið ákveðin áður en sú veiking hafi orðið sem nú er fram komin á gengi krónunnar. "Miðað var við þær tölur sem tiltækar voru um áramót," segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi veikst síðan þá. "Og þá þarf náttúrlega að breyta viðmiðinu, því það á ekki við að gera alltaf ráð fyrir jafnmikilli veikingu ef hún væri komin inn í eitthvað jafnvægisgengi. "Reglur og viðmið á borð við þessar þurfa að endurskoðast. Eins ef hrun yrði á hlutabréfamarkaði, þá myndum við endurskoða viðmið varðandi lækkun á hlutabréfum." Þá segir Ragnar tilviljun ráða því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki gildi nú í kjölfar umræðu og óróa á fjármálamarkaði. "Byrjað var að undirbúa þær fyrir áramót og þær gefnar út 17. febrúar. Svo tók reyndar óvenjulangan tíma að koma þeim til skila í Stjórnartíðindum, en það liðu nær þrjár vikur." Eftir stendur, segir Ragnar, að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og prófið hafi sýnt að bankarnir myndu standast áraunina sem gert er ráð fyrir í prófinu án þess að eiginfjárhlutfall þeirra færi niður fyrir lögbundið 8 prósenta lágmark. Prófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist margvísleg áföll sem Fjármálaeftirlitið telur engu að síður ólíklegt að riðu yfir samtímis. Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Áfallaviðmið fjármálafyrirtækjanna hefur verið hækkað úr 25 prósentum í 35 prósent og er breytingin sögð vera gerð í ljósi verulegra hækkana á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. "Með þessu eru viðmið aðeins strangari en áður var," segir Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. "En þetta breytir því ekki að bankarnir standast áfallaprófið eins og það var útfært." Mat Fjármálaeftirlitsins er að vegna misvægis í hlutdeild erlendra gjaldmiðla í eiginfjárgrunni og áhættugrunni fjármálastofnana, einkum hjá viðskiptabönkunum, geti áhrif af gengisbreytingum erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni á eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna orðið umtalsverð. Í nýjum lið í áfallaprófi fjármálafyrirtækja var því gert ráð fyrir áhrifum af 25 prósenta hækkun erlendra gjaldmiðla sem sagt er samsvara 20 prósenta veikingu krónunnar. Ragnar bendir á að viðmiðin í prófinu hafi verið ákveðin áður en sú veiking hafi orðið sem nú er fram komin á gengi krónunnar. "Miðað var við þær tölur sem tiltækar voru um áramót," segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi veikst síðan þá. "Og þá þarf náttúrlega að breyta viðmiðinu, því það á ekki við að gera alltaf ráð fyrir jafnmikilli veikingu ef hún væri komin inn í eitthvað jafnvægisgengi. "Reglur og viðmið á borð við þessar þurfa að endurskoðast. Eins ef hrun yrði á hlutabréfamarkaði, þá myndum við endurskoða viðmið varðandi lækkun á hlutabréfum." Þá segir Ragnar tilviljun ráða því að reglur Fjármálaeftirlitsins taki gildi nú í kjölfar umræðu og óróa á fjármálamarkaði. "Byrjað var að undirbúa þær fyrir áramót og þær gefnar út 17. febrúar. Svo tók reyndar óvenjulangan tíma að koma þeim til skila í Stjórnartíðindum, en það liðu nær þrjár vikur." Eftir stendur, segir Ragnar, að eiginfjárstaða bankanna sé sterk og prófið hafi sýnt að bankarnir myndu standast áraunina sem gert er ráð fyrir í prófinu án þess að eiginfjárhlutfall þeirra færi niður fyrir lögbundið 8 prósenta lágmark. Prófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist margvísleg áföll sem Fjármálaeftirlitið telur engu að síður ólíklegt að riðu yfir samtímis.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira