Íslensku bankarnir endurheimta traust í Evrópu 18. mars 2006 00:01 Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar. Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira