Ekkert félag í sömu aðstöðu og Síminn 24. mars 2006 00:01 Umkvartanir Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Símans, meðal annars um að Dagsbrún hafi skert virka samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði með heimild Samkeppniseftirlitsins, koma Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra Dagsbrúnar, spánskt fyrir sjónir. Það er einkennilegt að heyra þetta frá stjórnarformanni fyrirtækis sem er líklega það fyrirtæki á Íslandi sem hefur mesta yfirburði á sínum markaði. Síminn hefur 65-70 prósenta hlutdeild á fjarskiptamarkaði og hefur notið velvildar stjórnvalda og samkeppnisyfirvalda. Gunnar Smári spyr hvort Síminn hafi ætlast til þess að þegar hann færi inn á fjölmiðlamarkað myndu aðrir einfaldlega víkja. Um það snerust tillögur Símans upphaflega, að taka það mikið fyrir dreifingu að þeir hefðu tekið stóran hluta af framlegðinni sem fæst út sjónvarpsrekstri á Íslandi. Þeirra hugmyndir um mikilvægi dreifingarinnar voru þannig. Hann telur að það hafi kostað Símann um 1.500-2.000 milljónir að komast inn á sjónvarpsmarkað með kaupum á Skjá einum. Þegar reksturinn gangi ekki nógu vel sé kvartað yfir þeim sem fyrir eru, yfir því að geta ekki keppt um bandarískt sjónvarpsefni við Dagsbrún og beðið um aðstoð samkeppnisyfirvalda. Það er eins og allur heimur þar sem Síminn getur ekki skipt við sjálfan sig sé vondur heimur. Gunnar Smári undrast mjög viðbrögð Símans vegna kaupa Dagsbrúnar á helmingshlut í Kögun og að Síminn muni endurskoða samninga sína við Kögun, einn sinn stærsta viðskiptavin. Þeir ætluðu að ná fullri stjórn á Kögun á kostnað annarra hluthafa með því að fá þrjá stjórnarmenn, þar sem þeir ættu aðeins 38 prósent í ðöru félaginu en 100 prósent í hinu. Svo lætur Síminn eins og hann sé hissa á því að aðrir hluthafar, sem höfðu lýst stöðu sinni sem óþolandi, hafi gripið fyrsta tækifæri til að selja sig út. Innlent Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Umkvartanir Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Símans, meðal annars um að Dagsbrún hafi skert virka samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði með heimild Samkeppniseftirlitsins, koma Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra Dagsbrúnar, spánskt fyrir sjónir. Það er einkennilegt að heyra þetta frá stjórnarformanni fyrirtækis sem er líklega það fyrirtæki á Íslandi sem hefur mesta yfirburði á sínum markaði. Síminn hefur 65-70 prósenta hlutdeild á fjarskiptamarkaði og hefur notið velvildar stjórnvalda og samkeppnisyfirvalda. Gunnar Smári spyr hvort Síminn hafi ætlast til þess að þegar hann færi inn á fjölmiðlamarkað myndu aðrir einfaldlega víkja. Um það snerust tillögur Símans upphaflega, að taka það mikið fyrir dreifingu að þeir hefðu tekið stóran hluta af framlegðinni sem fæst út sjónvarpsrekstri á Íslandi. Þeirra hugmyndir um mikilvægi dreifingarinnar voru þannig. Hann telur að það hafi kostað Símann um 1.500-2.000 milljónir að komast inn á sjónvarpsmarkað með kaupum á Skjá einum. Þegar reksturinn gangi ekki nógu vel sé kvartað yfir þeim sem fyrir eru, yfir því að geta ekki keppt um bandarískt sjónvarpsefni við Dagsbrún og beðið um aðstoð samkeppnisyfirvalda. Það er eins og allur heimur þar sem Síminn getur ekki skipt við sjálfan sig sé vondur heimur. Gunnar Smári undrast mjög viðbrögð Símans vegna kaupa Dagsbrúnar á helmingshlut í Kögun og að Síminn muni endurskoða samninga sína við Kögun, einn sinn stærsta viðskiptavin. Þeir ætluðu að ná fullri stjórn á Kögun á kostnað annarra hluthafa með því að fá þrjá stjórnarmenn, þar sem þeir ættu aðeins 38 prósent í ðöru félaginu en 100 prósent í hinu. Svo lætur Síminn eins og hann sé hissa á því að aðrir hluthafar, sem höfðu lýst stöðu sinni sem óþolandi, hafi gripið fyrsta tækifæri til að selja sig út.
Innlent Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira