Dagsbrún vill Wyndeham 25. mars 2006 00:01 Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Dagsbrún hefur gert tilboð í öll hlutabréf í breska prentfyrirtækið Wyndeham Press Group fyrir tíu milljarða króna. Dagsbrún hefur gert yfirtökutilboð í breska prent- og samskiptafyrirtækið Wyndeham Press Group, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, og nemur verðmæti yfirtökunnar 80,6 milljónum punda eða tíu milljörðum króna. Það er dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, sem stendur að yfirtökunni með aðstoð Landsbankans og Teather & Greenwood. Stjórn Wyndeham hefur lagt blessun sína yfir tilboðið sem hljóðar upp á 155 pens á hvern hlut. Í gærmorgun höfðu eigendur um 20 prósent hlutafjár gefið samþykki sitt fyrir kaupunum en tilboðið hljóðar upp á 1,55 pund á hvern hlut sem 21 prósent yfirverð frá lokagengi á miðvikudaginn. Wyndeham er eitt af stærstu prentfyrirtækjum á Bretlandseyjum, prentar yfir 600 tímarit í hverjum mánuði og býður upp á víðtækar lausnir fyrir útgefendur og auglýsendur á sviði prentunar. Félagið velti yfir 17,5 milljörðum króna á síðasta reikningsári og skilaði um 700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. "Þetta félag er á góðu verði og hefur mikla vaxtarmöguleika. Félagið er í rekstri sem er okkur ekki ókunnugur og það hefur reynst okkur vel að vera í prentun og dreifingu á sama tíma og við höfum verið í fjölmiðlum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Wyndeham hefur byggst upp í gegnum fjölmörg fyrirtækjakaup og samruna á liðnum árum. "Við sjáum tækifæri annars vegar að láta þetta fyrirtæki vaxa eitt og sér, vegna stærðar þess, og hins vegar að það opnist möguleikar fyrir aðra þætti í starfsemi Dagsbrúnar." Hann segir að þessi kaup breytu engu um vaxtaráform félagsins á Norðurlöndunum. Deutsche Bank, sem hefur Orkla Media til sölu, opnar bækur fjölmiðlafélagsins í næstu viku og þá munu forsvarsmenn Dagsbrúnar ákveða í framhaldi af því hvort fyrirtækið taki þátt í tilboðsferlinu. Þá hefur félagið stofnað dótturfélag í Danmörku sem vinnur að stofnun fríblaðs. Frá áramótum hefur Dagsbrún fjárfest grimmt innan- sem utanlands. Félagið festi kaup á Securitas í janúar fyrir um 3,2 milljarða, á Senu fyrir 3,6 milljarða og stefnir að yfirtöku á Kögun eftir að hafa greitt 7,2 milljarða fyrir 51 prósenta hlut í þessari viku. Gangi yfirtakan á Kögun og Wyndeham eftir hefur Dagsbrún fjárfest fyrir 31 milljarða á árinu. Innlent Viðskipti Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Dagsbrún hefur gert yfirtökutilboð í breska prent- og samskiptafyrirtækið Wyndeham Press Group, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, og nemur verðmæti yfirtökunnar 80,6 milljónum punda eða tíu milljörðum króna. Það er dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, sem stendur að yfirtökunni með aðstoð Landsbankans og Teather & Greenwood. Stjórn Wyndeham hefur lagt blessun sína yfir tilboðið sem hljóðar upp á 155 pens á hvern hlut. Í gærmorgun höfðu eigendur um 20 prósent hlutafjár gefið samþykki sitt fyrir kaupunum en tilboðið hljóðar upp á 1,55 pund á hvern hlut sem 21 prósent yfirverð frá lokagengi á miðvikudaginn. Wyndeham er eitt af stærstu prentfyrirtækjum á Bretlandseyjum, prentar yfir 600 tímarit í hverjum mánuði og býður upp á víðtækar lausnir fyrir útgefendur og auglýsendur á sviði prentunar. Félagið velti yfir 17,5 milljörðum króna á síðasta reikningsári og skilaði um 700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. "Þetta félag er á góðu verði og hefur mikla vaxtarmöguleika. Félagið er í rekstri sem er okkur ekki ókunnugur og það hefur reynst okkur vel að vera í prentun og dreifingu á sama tíma og við höfum verið í fjölmiðlum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Wyndeham hefur byggst upp í gegnum fjölmörg fyrirtækjakaup og samruna á liðnum árum. "Við sjáum tækifæri annars vegar að láta þetta fyrirtæki vaxa eitt og sér, vegna stærðar þess, og hins vegar að það opnist möguleikar fyrir aðra þætti í starfsemi Dagsbrúnar." Hann segir að þessi kaup breytu engu um vaxtaráform félagsins á Norðurlöndunum. Deutsche Bank, sem hefur Orkla Media til sölu, opnar bækur fjölmiðlafélagsins í næstu viku og þá munu forsvarsmenn Dagsbrúnar ákveða í framhaldi af því hvort fyrirtækið taki þátt í tilboðsferlinu. Þá hefur félagið stofnað dótturfélag í Danmörku sem vinnur að stofnun fríblaðs. Frá áramótum hefur Dagsbrún fjárfest grimmt innan- sem utanlands. Félagið festi kaup á Securitas í janúar fyrir um 3,2 milljarða, á Senu fyrir 3,6 milljarða og stefnir að yfirtöku á Kögun eftir að hafa greitt 7,2 milljarða fyrir 51 prósenta hlut í þessari viku. Gangi yfirtakan á Kögun og Wyndeham eftir hefur Dagsbrún fjárfest fyrir 31 milljarða á árinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira