Danske leiðir lán til BN 5. apríl 2006 00:01 Unnið er að lokafrágangi sambankaláns til BNbank í Noregi undir forystu Danske Bank. Lánið er tekið á svokölluðum millibankalánamarkaði, en hann er einn valkosta banka við fjármögnun, auk skuldabréfaútgáfu og fleiri leiða. BNbank er í eigu Glitnis banka, en er sjálfstæður banki með eigin fjármögnun. Samkvæmt heimildum Markaðarins er ekki búið að loka láninu og því liggja ekki fyrir kjörin sem bankanum bjóðast, en stefnt mun að því að skrifa undir lánið í lok þessa mánaðar eða byrjun næsta. Að sama skapi liggur ekki enn fyrir hversu margir bankar koma á endanum til með að taka þátt í láninu. 21. mars gaf greiningardeild Danske Bank frá sér svarta skýrslu. Umfjöllunarefnið var bág staða íslensku bankanna og yfirvofandi efnahagskreppa á Íslandi. Greiningardeildir bankanna hér sögðu skýrsluna illa grundaða og á misskilningi byggða og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn brást við með tilkynningu um styrka stöðu íslensku bankanna. Greiningardeildir eru hins vegar sjálfstæðar og ekki hægt að setja samasemmerki á milli skrifa þeirra og annarrar starfsemi banka. Sambankalánið til BNbank sem unnið er að er sambærilegt við lán sem Kaupþing banki fékk í Evrópu undir miðjan síðasta mánuð, en þar naut bankinn um fjórum sinnum hagstæðari kjara en buðust á skuldabréfamarkaði. Þar tóku alls 27 bankar þátt í láninu sem var að upphæð 500 milljónir evra, eða um 43 milljarðar króna. Innlent Viðskipti Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Sjá meira
Unnið er að lokafrágangi sambankaláns til BNbank í Noregi undir forystu Danske Bank. Lánið er tekið á svokölluðum millibankalánamarkaði, en hann er einn valkosta banka við fjármögnun, auk skuldabréfaútgáfu og fleiri leiða. BNbank er í eigu Glitnis banka, en er sjálfstæður banki með eigin fjármögnun. Samkvæmt heimildum Markaðarins er ekki búið að loka láninu og því liggja ekki fyrir kjörin sem bankanum bjóðast, en stefnt mun að því að skrifa undir lánið í lok þessa mánaðar eða byrjun næsta. Að sama skapi liggur ekki enn fyrir hversu margir bankar koma á endanum til með að taka þátt í láninu. 21. mars gaf greiningardeild Danske Bank frá sér svarta skýrslu. Umfjöllunarefnið var bág staða íslensku bankanna og yfirvofandi efnahagskreppa á Íslandi. Greiningardeildir bankanna hér sögðu skýrsluna illa grundaða og á misskilningi byggða og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn brást við með tilkynningu um styrka stöðu íslensku bankanna. Greiningardeildir eru hins vegar sjálfstæðar og ekki hægt að setja samasemmerki á milli skrifa þeirra og annarrar starfsemi banka. Sambankalánið til BNbank sem unnið er að er sambærilegt við lán sem Kaupþing banki fékk í Evrópu undir miðjan síðasta mánuð, en þar naut bankinn um fjórum sinnum hagstæðari kjara en buðust á skuldabréfamarkaði. Þar tóku alls 27 bankar þátt í láninu sem var að upphæð 500 milljónir evra, eða um 43 milljarðar króna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Sjá meira