Gengu út eftir ræðu Dagnýjar 11. júlí 2006 08:00 Dagný Jónsdóttir Fulltrúar Bandaríkjanna á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu gengu á dyr eftir ræðu Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í ræðunni vakti Dagný athygli á með hvaða hætti Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og staldraði sérstaklega við skamman fyrirvara tilkynningarinnar. Sagði hún að á Íslandi teldust slík vinnubrögð ekki til góðra mannasiða, ekki síst þar sem Íslendingar hefðu verið banda- og stuðningsmenn Bandaríkjamanna í gegnum árin. Dagný tók málið fyrst upp í umræðum nefndar um efnhags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál. "Ég tók það upp í umræðum um öryggi orkuflutninga og benti á þá stöðu sem uppi væri í öryggismálum á Norður-Atlantshafi þegar Bandaríkjamenn færu héðan," segir Dagný. Bandaríkjamenn létu engin viðbrögð uppi eftir umræðurnar í nefndinni og vakti það athygli Dagnýjar þar sem þeir sögðu álit sitt á öllum öðrum umræðuefnum. Hún afréð því að taka málið upp að nýju á lokafundinum, en hann sátu fulltrúar allra 56 aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunarinnar. Viðbrögð frá Rússum, Kanadamönnum, Bretum og Norðurlandaþjóðunum létu ekki á sér standa, en enn heyrðist hvorki hósti né stuna frá Bandaríkjamönnum. "Hins vegar veit ég ekki hvort það var tilviljun, en þeir gengu úr salnum þegar ræðan mín var búin," segir Dagný og bætir við að málið sé neyðarlegt fyrir Bandaríkjamenn. Að sögn Dagnýjar deila nágrannaþjóðir okkar áhyggjum hennar og annarra af öryggi sjófarenda á Norður-Atlantshafi, enda eiga sjóflutningar eftir að aukast með tíð og tíma, ekki síst með frekari olíu- og gasvinnslu á norðurheimskautssvæðinu. Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu gengu á dyr eftir ræðu Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í ræðunni vakti Dagný athygli á með hvaða hætti Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og staldraði sérstaklega við skamman fyrirvara tilkynningarinnar. Sagði hún að á Íslandi teldust slík vinnubrögð ekki til góðra mannasiða, ekki síst þar sem Íslendingar hefðu verið banda- og stuðningsmenn Bandaríkjamanna í gegnum árin. Dagný tók málið fyrst upp í umræðum nefndar um efnhags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál. "Ég tók það upp í umræðum um öryggi orkuflutninga og benti á þá stöðu sem uppi væri í öryggismálum á Norður-Atlantshafi þegar Bandaríkjamenn færu héðan," segir Dagný. Bandaríkjamenn létu engin viðbrögð uppi eftir umræðurnar í nefndinni og vakti það athygli Dagnýjar þar sem þeir sögðu álit sitt á öllum öðrum umræðuefnum. Hún afréð því að taka málið upp að nýju á lokafundinum, en hann sátu fulltrúar allra 56 aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunarinnar. Viðbrögð frá Rússum, Kanadamönnum, Bretum og Norðurlandaþjóðunum létu ekki á sér standa, en enn heyrðist hvorki hósti né stuna frá Bandaríkjamönnum. "Hins vegar veit ég ekki hvort það var tilviljun, en þeir gengu úr salnum þegar ræðan mín var búin," segir Dagný og bætir við að málið sé neyðarlegt fyrir Bandaríkjamenn. Að sögn Dagnýjar deila nágrannaþjóðir okkar áhyggjum hennar og annarra af öryggi sjófarenda á Norður-Atlantshafi, enda eiga sjóflutningar eftir að aukast með tíð og tíma, ekki síst með frekari olíu- og gasvinnslu á norðurheimskautssvæðinu.
Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira