Molar 12. júlí 2006 04:00 Ekki hætt Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Guðni fór með sigur af hólmi og það með nokkrum yfirburðum, hlaut 63 prósent atkvæða en Jónína fékk um 30 prósent. Ólafur Örn rak lestina með fimm prósent atkvæða. Eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir sagðist Jónína líta á úrslitin sem ákveðna traustsyfirlýsingu og bætti við að hún væri ekki hætt. Eru það orð að sönnu því nú, fimm árum síðar, er Jónína aftur komin í framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Raunar var lengi talið að Jónína hefði hug á að verða formaður flokksins en hún styður Jón Sigurðsson til þess starfa. Upphafið Eins og gengur birtist löng grein í Morgunblaðinu eftir flokksþing Framsóknar 2001. Greint var frá niðurstöðum kosninga, þeim ályktunum sem samþykktar voru og rætt við Halldór Ásgrímsson formann sem var hinn hróðugasti eftir þingið og sagði það hið glæsilegasta síðan hann tók við formennsku. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði greinina en hann var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði þar einkum um stjórnmál. Tæpu ári síðar var Björn Ingi orðinn starfsmaður Framsóknarflokksins og má vera að dvölin á flokksþinginu hafi haft þau áhrif á hann að hann langaði að slást í hóp framsóknarmanna. Aðdáun Andrés Magnússon blaðamaður skrifar um skrif Björns Bjarnasonar um skrif Ólafs Ragnars Grímssonar í pistli í Blaðinu í gær. Víkur sögunni að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem Andrés kallar, einhverra hluta vegna, Flugstöð Eiríks Haukssonar. Andrés er kunnur af áhuga á tónlist og þykir hann vita sínu viti þegar kemur að sögu, stíl og stefnum í þeim efnum. Aðdáun hans á Eiríki Haukssyni hefur þó farið heldur lágt en læðist nú upp á yfirborðið. Það er í það minnsta skýring heimildarmanna á þessari meinlausu og skemmtilegu hugsanavillu Andrésar. Mönnum ber þó ekki saman um hvort Drýsill eða Módel höfði betur til Andrésar. Innlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ekki hætt Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Guðni fór með sigur af hólmi og það með nokkrum yfirburðum, hlaut 63 prósent atkvæða en Jónína fékk um 30 prósent. Ólafur Örn rak lestina með fimm prósent atkvæða. Eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir sagðist Jónína líta á úrslitin sem ákveðna traustsyfirlýsingu og bætti við að hún væri ekki hætt. Eru það orð að sönnu því nú, fimm árum síðar, er Jónína aftur komin í framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Raunar var lengi talið að Jónína hefði hug á að verða formaður flokksins en hún styður Jón Sigurðsson til þess starfa. Upphafið Eins og gengur birtist löng grein í Morgunblaðinu eftir flokksþing Framsóknar 2001. Greint var frá niðurstöðum kosninga, þeim ályktunum sem samþykktar voru og rætt við Halldór Ásgrímsson formann sem var hinn hróðugasti eftir þingið og sagði það hið glæsilegasta síðan hann tók við formennsku. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði greinina en hann var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði þar einkum um stjórnmál. Tæpu ári síðar var Björn Ingi orðinn starfsmaður Framsóknarflokksins og má vera að dvölin á flokksþinginu hafi haft þau áhrif á hann að hann langaði að slást í hóp framsóknarmanna. Aðdáun Andrés Magnússon blaðamaður skrifar um skrif Björns Bjarnasonar um skrif Ólafs Ragnars Grímssonar í pistli í Blaðinu í gær. Víkur sögunni að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem Andrés kallar, einhverra hluta vegna, Flugstöð Eiríks Haukssonar. Andrés er kunnur af áhuga á tónlist og þykir hann vita sínu viti þegar kemur að sögu, stíl og stefnum í þeim efnum. Aðdáun hans á Eiríki Haukssyni hefur þó farið heldur lágt en læðist nú upp á yfirborðið. Það er í það minnsta skýring heimildarmanna á þessari meinlausu og skemmtilegu hugsanavillu Andrésar. Mönnum ber þó ekki saman um hvort Drýsill eða Módel höfði betur til Andrésar.
Innlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira