Búslóð var stolið í miðjum flutningum í Árbænum 12. júlí 2006 07:15 Nói Benediktsson, Segir tjónið bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Hann hefur enga hugmynd um hver eða hverjir gætu hafa verið að verki, en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna.
Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira