Fresta verkefnum upp á 656 milljónir 14. júlí 2006 07:30 Frá Reykjanesbæ. Þremur kostnaðarsömum framkvæmdum verður frestað um átta mánuði til að stemma stigu við þenslu í samfélaginu. Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn. Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn.
Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira