Olíuverð aldrei hærra 15. júlí 2006 06:00 Dælt sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að olíverð hafi aldrei verið hærra virðist eftirspurnin síður en svo minnka. Már Erlingsson hjá Skeljungi segir hækkanir ekki hafa áhrif á hegðun fólks enn sem komið er. Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn. Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn.
Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira