Óvíst hvort náist að veiða hrefnukvótann 15. júlí 2006 05:30 Hrefnuveiðar Hrefnuveiðitímabilið í ár hófst 13. júní og lýkur 4. ágúst. Sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi til að veiða 59 hrefnur á tímabilinu. MYND/AFP Mikil eftirspurn er á Íslandi eftir hrefnukjöti að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Við bjóðum núna upp á bæði reykt og kryddlegið hrefnukjöt og satt að segja óraði okkur ekki fyrir því að fólk yrði svona æst í þetta. Gunnar segir að félagið hafi haldið í mikla markaðssetningu á hrefnukjöti í fyrra sem sé að skila sér núna. Hrefnuveiðitímabilið hófst 13. júní og hafa alls átján hrefnur verið veiddar af þeim fimmtíu sem sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi fyrir að yrðu veiddar á þessu tímabili. Í dag eru fjögur skip að veiðum, tvö fyrir sunnan land og tvö fyrir norðan. Rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar, sem hófst árið 2003, felur í sér veiðar á 200 hrefnum og gert er ráð fyrir að áætluninni ljúki á næsta ári. Meginmarkmið áætlunarinnar er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu en auk rannsókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum. Félag hrefnuveiðimanna var fengið sem verktaki til að sjá um þessar vísindaveiðar en enginn annar hefur leyfi til að veiða hrefnur. Konráð Eggertsson, skipstjóri á hrefnuveiðibátnum Halldóri Sigurðsson IS14, er ekki viss um að það náist að klára kvótann áður en veiðitímabilinu lýkur 4. ágúst. Veiðar ganga þokkalega en það hefur þó verið bræla meirihlutann af tímabilinu. Ef svipað ástand helst áfram þá er ekki ólíklegt að í kringum 35 hrefnur muni veiðast. Konráð segir þetta þó geta gengið skarpt þegar fjórir bátar eru að í einu og veður helst gott. Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Mikil eftirspurn er á Íslandi eftir hrefnukjöti að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Við bjóðum núna upp á bæði reykt og kryddlegið hrefnukjöt og satt að segja óraði okkur ekki fyrir því að fólk yrði svona æst í þetta. Gunnar segir að félagið hafi haldið í mikla markaðssetningu á hrefnukjöti í fyrra sem sé að skila sér núna. Hrefnuveiðitímabilið hófst 13. júní og hafa alls átján hrefnur verið veiddar af þeim fimmtíu sem sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi fyrir að yrðu veiddar á þessu tímabili. Í dag eru fjögur skip að veiðum, tvö fyrir sunnan land og tvö fyrir norðan. Rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar, sem hófst árið 2003, felur í sér veiðar á 200 hrefnum og gert er ráð fyrir að áætluninni ljúki á næsta ári. Meginmarkmið áætlunarinnar er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu en auk rannsókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum. Félag hrefnuveiðimanna var fengið sem verktaki til að sjá um þessar vísindaveiðar en enginn annar hefur leyfi til að veiða hrefnur. Konráð Eggertsson, skipstjóri á hrefnuveiðibátnum Halldóri Sigurðsson IS14, er ekki viss um að það náist að klára kvótann áður en veiðitímabilinu lýkur 4. ágúst. Veiðar ganga þokkalega en það hefur þó verið bræla meirihlutann af tímabilinu. Ef svipað ástand helst áfram þá er ekki ólíklegt að í kringum 35 hrefnur muni veiðast. Konráð segir þetta þó geta gengið skarpt þegar fjórir bátar eru að í einu og veður helst gott.
Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira