Viðbrögð við ákvörðun Guðna 15. júlí 2006 06:00 Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira