Steytti á afnámi verndartolla landbúnaðarvara 15. júlí 2006 08:30 Keypt inn Matarreikningur meðalheimilis myndi lækka um 130 þúsund krónur á ári, verði farið að þeim hugmyndum sem helst voru ræddar í matvöruverðsnefnd forsætisráðherra. Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra. Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra.
Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira