Tíu aðrar leiðir vannýttari 19. júlí 2006 06:45 Stjórn Strætó bs. ákvað að leggja niður leið S5, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra, vegna þess að mestan hluta leiðarinnar aka aðrar leiðir líka. Athygli vekur að tíu aðrar akstursleiðir eru verr nýttar en leið S5 samkvæmt nýtingarstuðli. Stúdentaráð Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega þessa ákvörðun. Það áætlar að ferðatími stúdents frá Árbænum, hverfinu sem leið S5 hefur þjónustað hingað til, og niður í háskóla muni tvöfaldast við breytingarnar. Í yfirlýsingu frá Strætó bs. vegna þessa segir að biðtími við tengingu á milli leiðar 19 og stofnleiðar 6, sem hægt er að nýta sér í stað fimmunnar, verði að hámarki þrjár mínútur og því muni ferðatími ferðalangs ekki tvöfaldast. Jafnframt mun aukavögnum verða bætt við á annatímum til að vega upp á móti fækkun ferða á stofnleiðum. Stúdentaráð segir enn fremur að farþegum Strætó muni fjölga með því að nútímavæða þjónustuna, eins og segir í yfirlýsingunni. Stúdentaráðið vill að boðið verði upp á fjölbreyttari greiðslumáta og tíðari ferðir. Að lokum leggur SHÍ til að ókeypis verði í vagna Strætó í septembermánuði á þessu ári. Ráðið telur að þannig gefist borgarbúum tækifæri til að kynnast samgöngumátanum. Samkvæmt Ásgeiri er í farvatninu að taka upp nýjungar varðandi greiðslumáta með tilkomu svokallaðra Smartkorta í ágúst á þessu ári. Önnur nýjung sem fyrirtækið skoðar er svokallaðar rauntímaupplýsingar, þar sem farþegum gefst kostur á að sjá af skjá nákvæmlega hversu margar mínútur eru í næsta strætisvagn á viðkomandi stoppistöð. Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Stjórn Strætó bs. ákvað að leggja niður leið S5, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra, vegna þess að mestan hluta leiðarinnar aka aðrar leiðir líka. Athygli vekur að tíu aðrar akstursleiðir eru verr nýttar en leið S5 samkvæmt nýtingarstuðli. Stúdentaráð Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega þessa ákvörðun. Það áætlar að ferðatími stúdents frá Árbænum, hverfinu sem leið S5 hefur þjónustað hingað til, og niður í háskóla muni tvöfaldast við breytingarnar. Í yfirlýsingu frá Strætó bs. vegna þessa segir að biðtími við tengingu á milli leiðar 19 og stofnleiðar 6, sem hægt er að nýta sér í stað fimmunnar, verði að hámarki þrjár mínútur og því muni ferðatími ferðalangs ekki tvöfaldast. Jafnframt mun aukavögnum verða bætt við á annatímum til að vega upp á móti fækkun ferða á stofnleiðum. Stúdentaráð segir enn fremur að farþegum Strætó muni fjölga með því að nútímavæða þjónustuna, eins og segir í yfirlýsingunni. Stúdentaráðið vill að boðið verði upp á fjölbreyttari greiðslumáta og tíðari ferðir. Að lokum leggur SHÍ til að ókeypis verði í vagna Strætó í septembermánuði á þessu ári. Ráðið telur að þannig gefist borgarbúum tækifæri til að kynnast samgöngumátanum. Samkvæmt Ásgeiri er í farvatninu að taka upp nýjungar varðandi greiðslumáta með tilkomu svokallaðra Smartkorta í ágúst á þessu ári. Önnur nýjung sem fyrirtækið skoðar er svokallaðar rauntímaupplýsingar, þar sem farþegum gefst kostur á að sjá af skjá nákvæmlega hversu margar mínútur eru í næsta strætisvagn á viðkomandi stoppistöð.
Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira