Aðkoma ríkisins að rekstri Strætó skoðuð 19. júlí 2006 03:30 Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra „Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra. Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
„Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra.
Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira