Ferðin frá Líbanon gekk vonum framar 19. júlí 2006 07:00 Flugvirkarjar AIR ATLANTA Icelandic Flugvirkjarnir Markús Sigurjónsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Már Þórarinsson, við rútuna sem flutti Íslendingana frá Beirút til Damaskus í Sýrlandi. Rútan er rækilega merkt finnskum stjórnvöldum, sem stóðu fyrir farþegaflutningunum til Damaskus. Mynd/már Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands. Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands.
Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira