Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda 19. júlí 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hann er ekki hrifinn af hugmyndum sem fela í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki. MYND/Heiða Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands. Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands.
Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira