Sveitarfélögin íhuga aðild sína að Strætó 21. júlí 2006 07:15 „Ég hef heyrt að sveitarstjórnarmenn séu að skoða að sveitarfélögin sjái sjálf um sinn innanbæjarakstur en reki stofnleiðirnar í sameiningu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Þá eru innanbæjarmálin okkar og við tökum þá sjálf ákvörðun um hvert þjónustustigið og gjaldið eigi að vera.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir sparnaðaraðgerðir Strætó undanfarið tilkomnar vegna þess að nágrannasveitarfélögin hafi neitað að leiðrétta fjárframlög sín til fyrirtækisins, sem hafi hækkað vegna kjarasamninga. „Þegar launin hækkuðu á leikskólum borgarinnar á sínum tíma bættum við þeim það upp svo þjónustan myndi ekki skerðast,“ segir Dagur. Í yfirlýsingu frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., kemur fram að öll aðildarsveitarfélög hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknarflokksins, finnst ámælisvert að fyrrverandi fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, Björk Vilhelmsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi R-listans, hafi ekki gert borginni kunnugt um taprekstur Strætó bs. um leið og ljóst var í hvað stefndi. „Strætó tapaði rúmri milljón á dag og það hefur legið fyrir frá því í apríl. Strætó hefur því tapað rúmum áttatíu milljónum króna síðan. Því urðum við að taka óvinsælar ákvarðanir til að bregðast við taprekstrinum,“ segir Björn Ingi og vísar til sparnaðaraðgerða Strætó bs. Björn Ingi fagnar nýlegum ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið komi með einhverjum hætti að rekstri Strætó. „Ég fagna því að ríkisvaldið sé tilbúið að vinna með sveitarstjórnum að því að efla almenningssamgöngur,“ sagði Björn Ingi. Hvorki Björn Ingi né Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útilokuðu að borgin kæmi með frekara fjármagn inn í reksturinn. „Eftir stjórnsýsluúttektina kemur í ljós hvort sveitarfélögin hafi staðið við sitt og um leið hvort Reykjavíkurborg þurfi að borga meira,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson. Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
„Ég hef heyrt að sveitarstjórnarmenn séu að skoða að sveitarfélögin sjái sjálf um sinn innanbæjarakstur en reki stofnleiðirnar í sameiningu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Þá eru innanbæjarmálin okkar og við tökum þá sjálf ákvörðun um hvert þjónustustigið og gjaldið eigi að vera.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir sparnaðaraðgerðir Strætó undanfarið tilkomnar vegna þess að nágrannasveitarfélögin hafi neitað að leiðrétta fjárframlög sín til fyrirtækisins, sem hafi hækkað vegna kjarasamninga. „Þegar launin hækkuðu á leikskólum borgarinnar á sínum tíma bættum við þeim það upp svo þjónustan myndi ekki skerðast,“ segir Dagur. Í yfirlýsingu frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., kemur fram að öll aðildarsveitarfélög hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknarflokksins, finnst ámælisvert að fyrrverandi fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, Björk Vilhelmsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi R-listans, hafi ekki gert borginni kunnugt um taprekstur Strætó bs. um leið og ljóst var í hvað stefndi. „Strætó tapaði rúmri milljón á dag og það hefur legið fyrir frá því í apríl. Strætó hefur því tapað rúmum áttatíu milljónum króna síðan. Því urðum við að taka óvinsælar ákvarðanir til að bregðast við taprekstrinum,“ segir Björn Ingi og vísar til sparnaðaraðgerða Strætó bs. Björn Ingi fagnar nýlegum ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið komi með einhverjum hætti að rekstri Strætó. „Ég fagna því að ríkisvaldið sé tilbúið að vinna með sveitarstjórnum að því að efla almenningssamgöngur,“ sagði Björn Ingi. Hvorki Björn Ingi né Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útilokuðu að borgin kæmi með frekara fjármagn inn í reksturinn. „Eftir stjórnsýsluúttektina kemur í ljós hvort sveitarfélögin hafi staðið við sitt og um leið hvort Reykjavíkurborg þurfi að borga meira,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson.
Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira