Minni eftirspurn á fasteignamarkaði 21. júlí 2006 07:30 framkvæmdir í norðlingaholti Forstjóri BM verktaka segir aðstæðurnar á fasteignamarkaðnum vera vegna lélegra stjórnvalda og illa stýrðs Seðlabanka. Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson. Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson.
Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent