Erfitt að staðsetja notendur netsíma 21. júlí 2006 07:00 Nútímafjarskiptabúnaður Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kröfðust þess í stjórnsýslukæru að brábirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí, um flutning á símanúmerum, yrði felld úr gildi. MYND/Stefán Í stjórnsýslukæru sem barst til nefndar Póst- og fjarskiptastofnunar 6. júní segir að erfiðlega geti gengið að rekja símtöl í netþjónustu og á þeim forsendum geti Ríkislögreglustjóri og Neyðarlína átt í erfiðleikum með að sinna störfum sínum með eðlilegum hætti. Í kærunni segir meðal annars að miklir „löggæslu- og rannsóknarhagsmunir séu í húfi“, þar sem „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, ef notendum yrði það í sjálfsvald sett hvort símar þeirra yrðu í skráðir innan eða utan staðsetningakerfisins. Hinn 8. maí ákvað Póst- og fjarskiptastofnun að Símanum hf. væri óheimilt að synja Atlassíma ehf. um númeraflutninga á grundvelli þeirra sjónarmiða sem síðarnefnda félagið hélt fram. Í ákvörðunarorðum segir „að Símanum hf. beri að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. þegar um það berst umsókn sem fullnægir kröfum þess verkferils sem gildir um númeraflutning á fastanetinu.“ Ákvörðunin var tekin í deilumáli sem sprottið var af athugasemdum Símans hf. við því að ekki kæmi fram í umsókn Atlassíma ehf. hvar símanúmerið skyldi skráð. Af hálfu Símans var vísað til þess, að ef viðskiptavinur Atlassíma kysi að nálgast þjónustu um annað internetsamband „væri það mögulegt án tillits til nefndra félaga.“ Síminn taldi á þessum forsendum, væri Atlassíma óheimilt að flytja númer til annarra en þeirra „sem tengja þau yfir heimataug, það er með skráningu á tiltekinn stað“, eins og segir orðrétt í stjórnsýslukæru. Sérstaklega er frá því greint í kæru, og ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, að notendur „sem kaupa svokallaða flökkuþjónustu“, en þá er engin föst staðsetning skráð og gengið út frá því að notandinn geti tengst þjónustunni hvar sem er, komist hann í internetsamband, að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsíma. Póst- og fjarskiptastofnun lagði áherslu á það þegar ákvörðunin var tekin að fjarskiptafyrirtæki þyrftu að gera notendum sínum grein fyrir þeirri hættu sem gæti skapast af því að nota netsíma. Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Í stjórnsýslukæru sem barst til nefndar Póst- og fjarskiptastofnunar 6. júní segir að erfiðlega geti gengið að rekja símtöl í netþjónustu og á þeim forsendum geti Ríkislögreglustjóri og Neyðarlína átt í erfiðleikum með að sinna störfum sínum með eðlilegum hætti. Í kærunni segir meðal annars að miklir „löggæslu- og rannsóknarhagsmunir séu í húfi“, þar sem „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, ef notendum yrði það í sjálfsvald sett hvort símar þeirra yrðu í skráðir innan eða utan staðsetningakerfisins. Hinn 8. maí ákvað Póst- og fjarskiptastofnun að Símanum hf. væri óheimilt að synja Atlassíma ehf. um númeraflutninga á grundvelli þeirra sjónarmiða sem síðarnefnda félagið hélt fram. Í ákvörðunarorðum segir „að Símanum hf. beri að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. þegar um það berst umsókn sem fullnægir kröfum þess verkferils sem gildir um númeraflutning á fastanetinu.“ Ákvörðunin var tekin í deilumáli sem sprottið var af athugasemdum Símans hf. við því að ekki kæmi fram í umsókn Atlassíma ehf. hvar símanúmerið skyldi skráð. Af hálfu Símans var vísað til þess, að ef viðskiptavinur Atlassíma kysi að nálgast þjónustu um annað internetsamband „væri það mögulegt án tillits til nefndra félaga.“ Síminn taldi á þessum forsendum, væri Atlassíma óheimilt að flytja númer til annarra en þeirra „sem tengja þau yfir heimataug, það er með skráningu á tiltekinn stað“, eins og segir orðrétt í stjórnsýslukæru. Sérstaklega er frá því greint í kæru, og ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, að notendur „sem kaupa svokallaða flökkuþjónustu“, en þá er engin föst staðsetning skráð og gengið út frá því að notandinn geti tengst þjónustunni hvar sem er, komist hann í internetsamband, að það geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsíma. Póst- og fjarskiptastofnun lagði áherslu á það þegar ákvörðunin var tekin að fjarskiptafyrirtæki þyrftu að gera notendum sínum grein fyrir þeirri hættu sem gæti skapast af því að nota netsíma.
Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira