Enginn fékk að sjá kjarasamninginn 23. júlí 2006 07:45 frá framkvæmdastjórnarfundi Fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins segir ráðningarsamning framkvæmdastjóra ekki geta verið trúnaðarmál milli formanns og framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum sé framkvæmdastjóri ráðinn af framkvæmdastjórn, ekki formanni. Ráðningarsamningur sá er Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins var ekki opinberaður stjórnarmeðlimum bandalagsins né öðrum, þrátt fyrir að lög bandalagsins kveði á um það. Áhrifamenn innan bandalagsins ætla nú að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins og vilja meina að með samningnum við framkvæmdastjórann sé Sigursteinn að ákveða eigin laun, en framkvæmdastjóri fær sömu laun og formaður. Samkvæmt lögunum gerir framkvæmdastjórn bandalagsins ráðningarsamning við framkvæmdastjóra, sem staðfestir skal af aðalstjórn bandalagsins. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, segir þetta ekki hafa verið gert. „Þessi samningur var sagður vera trúnaðarmál milli Sigursteins og framkvæmdastjórans, sem getur hreinlega ekki verið. Samkvæmt lögunum er það framkvæmdastjórnin sem ræður framkvæmdastjóra en ekki formaðurinn,“ segir Arnþór. „Aðalstjórnin er æðsta vald Öryrkjabandalagsins á milli aðalfunda og framkvæmdastjórnin vinnur í umboði aðalstjórnar. Þetta hlýtur núverandi formaður bandalagsins að vita.“ Guðmundur Johnsen, einn þeirra sem ætla að kæra Sigurstein, segir ráðningu framkvæmdastjóra hafa verið knúna fram í gegnum stjórnina án þess að nokkur umræða um málið hafi verið leyfð og án þess að samningurinn hafi verið lagður fram. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði og eðlileg stjórnsýsla. Það kaus minna en helmingur manna með samningnum, meirihlutinn sat hjá. Við teljum að enn hafi ekki farið fram nein umræða sem réttlætir að samningurinn sé staðfestur. Menn staðfesta ekki samninga sem menn hafa ekki séð, það er grundvallaratriði í samningum.“ Guðmundur segir rangt að kæran sé til komin vegna persónulegrar óvildar í garð Sigursteins. „Á sínum tíma kaus ég Sigurstein vegna þess að ég taldi hann ágætlega vel greindan. Ég sé ekki hvernig það lýsir persónulegri óvild.“ Ekki náðist í Sigurstein Másson vegna málsins í gær. Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Ráðningarsamningur sá er Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins var ekki opinberaður stjórnarmeðlimum bandalagsins né öðrum, þrátt fyrir að lög bandalagsins kveði á um það. Áhrifamenn innan bandalagsins ætla nú að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins og vilja meina að með samningnum við framkvæmdastjórann sé Sigursteinn að ákveða eigin laun, en framkvæmdastjóri fær sömu laun og formaður. Samkvæmt lögunum gerir framkvæmdastjórn bandalagsins ráðningarsamning við framkvæmdastjóra, sem staðfestir skal af aðalstjórn bandalagsins. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, segir þetta ekki hafa verið gert. „Þessi samningur var sagður vera trúnaðarmál milli Sigursteins og framkvæmdastjórans, sem getur hreinlega ekki verið. Samkvæmt lögunum er það framkvæmdastjórnin sem ræður framkvæmdastjóra en ekki formaðurinn,“ segir Arnþór. „Aðalstjórnin er æðsta vald Öryrkjabandalagsins á milli aðalfunda og framkvæmdastjórnin vinnur í umboði aðalstjórnar. Þetta hlýtur núverandi formaður bandalagsins að vita.“ Guðmundur Johnsen, einn þeirra sem ætla að kæra Sigurstein, segir ráðningu framkvæmdastjóra hafa verið knúna fram í gegnum stjórnina án þess að nokkur umræða um málið hafi verið leyfð og án þess að samningurinn hafi verið lagður fram. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði og eðlileg stjórnsýsla. Það kaus minna en helmingur manna með samningnum, meirihlutinn sat hjá. Við teljum að enn hafi ekki farið fram nein umræða sem réttlætir að samningurinn sé staðfestur. Menn staðfesta ekki samninga sem menn hafa ekki séð, það er grundvallaratriði í samningum.“ Guðmundur segir rangt að kæran sé til komin vegna persónulegrar óvildar í garð Sigursteins. „Á sínum tíma kaus ég Sigurstein vegna þess að ég taldi hann ágætlega vel greindan. Ég sé ekki hvernig það lýsir persónulegri óvild.“ Ekki náðist í Sigurstein Másson vegna málsins í gær.
Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira