Bóndi segir hækkun á leigu sanngjarna 23. júlí 2006 07:15 Framkvæmdir við golfvöll í Skorradal Fyrstu níu holurnar í golfvelli í landi Indriðastaða verða tilbúnar næsta sumar. Á myndinni er horft yfir svæðið þar sem níunda holan verður. myndir/Sveinn Steindórsson „Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“ Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
„Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“
Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira