Alvarleg sakamál eru enn óupplýst 23. júlí 2006 07:15 með vopnið á lofti Ræningi Happdrættis Háskóla Íslands náðist á öryggismyndavél er hann réðst inn í höfuðstöðvarnar með skotvopn á lofti og hrifsaði með sér hundrað þúsund krónur. Hann er ófundinn. Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar. Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar.
Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira