Rússarnir koma! 23. júlí 2006 06:15 Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er. Hins vegar hafa Hafnfirðingar ekki verið jafn heppnir með rússnesku fleyin sem liggja þar við bryggju og hafa íbúar í nágrenni hafnarinnar kvartað ítrekað til hafnaryfirvalda vegna togarans Tsefey en ljósavél hans hefur spúð svörtum reykjarmekki í hafnarmynninu svo ósóminn sést í kílómetra fjarlægð að þeirra sögn. Það er því ómögulegt að vita á hverju menn eiga von þegar Rússarnir koma. Bannað að veiða og skemmta sér Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum fyrir að vilja leggja skatt á útihátíðir og vænir Björn um að vera með fordóma gagnvart skemmtanahaldi á landsbyggðinni þegar hann segir að umræðan um drykkjulæti á útihátíðum bendi til þess að ekki hugi allir skipuleggjendur nægilega vel að þeim reglum sem þeim beri að fylgja. Sigurjón segir: Það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svipt íbúa landsbyggðarinnar réttinum til þess að draga sér bein úr sjó, heldur er fólkið skattlagt sérstaklega ef það ætlar að skemmta sér og öðrum. Hvað heldur Sigurjón að borgarbörnin séu að gera um verslunarmannahelgina? Hvalfjarðarsveitasæla Nýlega var auglýst eftir umsóknum um stöðu sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélagið varð til við síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur sameinuðust. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa 40 umsóknir borist. Fyrir kosningarnar var Sigurður Sverris Jónsson, oddviti Skilmannahrepps, harðlega gagnrýndur fyrir að verðlauna framtakssama sveitunga sína með gjöfum, en fá sveitarfélög voru jafn vel sett fjárhagslega og Skilmannahreppur enda var hálft álver og heil járnblendiverksmiðja innan hreppsmarkanna. Það er greinilega gott að vera yfirvald í þessari sveit. Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er. Hins vegar hafa Hafnfirðingar ekki verið jafn heppnir með rússnesku fleyin sem liggja þar við bryggju og hafa íbúar í nágrenni hafnarinnar kvartað ítrekað til hafnaryfirvalda vegna togarans Tsefey en ljósavél hans hefur spúð svörtum reykjarmekki í hafnarmynninu svo ósóminn sést í kílómetra fjarlægð að þeirra sögn. Það er því ómögulegt að vita á hverju menn eiga von þegar Rússarnir koma. Bannað að veiða og skemmta sér Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum fyrir að vilja leggja skatt á útihátíðir og vænir Björn um að vera með fordóma gagnvart skemmtanahaldi á landsbyggðinni þegar hann segir að umræðan um drykkjulæti á útihátíðum bendi til þess að ekki hugi allir skipuleggjendur nægilega vel að þeim reglum sem þeim beri að fylgja. Sigurjón segir: Það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svipt íbúa landsbyggðarinnar réttinum til þess að draga sér bein úr sjó, heldur er fólkið skattlagt sérstaklega ef það ætlar að skemmta sér og öðrum. Hvað heldur Sigurjón að borgarbörnin séu að gera um verslunarmannahelgina? Hvalfjarðarsveitasæla Nýlega var auglýst eftir umsóknum um stöðu sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélagið varð til við síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur sameinuðust. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa 40 umsóknir borist. Fyrir kosningarnar var Sigurður Sverris Jónsson, oddviti Skilmannahrepps, harðlega gagnrýndur fyrir að verðlauna framtakssama sveitunga sína með gjöfum, en fá sveitarfélög voru jafn vel sett fjárhagslega og Skilmannahreppur enda var hálft álver og heil járnblendiverksmiðja innan hreppsmarkanna. Það er greinilega gott að vera yfirvald í þessari sveit.
Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira