Huglægt hver er hryðjuverkamaður 24. júlí 2006 06:45 Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir. Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir.
Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira