Kísilblanda borin á vegkanta 25. júlí 2006 07:15 Steingrímur Sigurjónsson Hefur fengist við margt um ævina og telur sig hafa dottið ofan á hagkvæma lausn til að styrkja vegkanta á þjóðvegunum. MYND/Hörður Styrkja ætti vegkanta á þjóðvegum landsins með því að bera á þá blöndu úr sandi, sementi og kísilryki. Þetta segir Steingrímur Sigurjónsson, byggingarfræðingur, hópferðabílstjóri og hugvitsmaður, sem lætur sér ekkert óviðkomandi þegar öryggi mannvirkja er annars vegar, hvort heldur það eru vegir eða byggingar. Steingrímur segist hafa farið um þjóðveg eitt á síðasta ári og skoðað ástand vegkantanna. Áberandi sé hversu illa þeir eru farnir á mörgum stöðum, bæði vegna þungaflutninga og eins vegna veðrunar. Sú hlið veganna sem snýr mót suðri sé víðast verr farin vegna áhrifa rigninga. „Það þarf að hreinsa kantana vel, fjarlægja grjót og gróður og svo sprauta blöndunni yfir,“ segir Steingrímur og kveðst um leið fullviss um að aðferð sín sé vel til þess fallin að styrkja vegkantana. Steingrímur hefur margvíslega reynslu úr atvinnulífinu sem veitir honum innsýn í þessi mál. Hann er hópferðabílstjóri og hefur sem slíkur góða þekkingu á vegunum, þá hefur hann unnið við múrverk og kom aukinheldur að lagningu Suðurlandsvegar, frá Skíðaskálanum að Kambarbrún á sínum tíma. Að hans viti þurfa þessar aðgerðir ekki að kosta mikla peninga. „Það er nóg til af sandi, sementi og kísilryki og um að gera að nota þessi efni til að styrkja vegkantana og auka með því öryggi vegfarenda. Innlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
Styrkja ætti vegkanta á þjóðvegum landsins með því að bera á þá blöndu úr sandi, sementi og kísilryki. Þetta segir Steingrímur Sigurjónsson, byggingarfræðingur, hópferðabílstjóri og hugvitsmaður, sem lætur sér ekkert óviðkomandi þegar öryggi mannvirkja er annars vegar, hvort heldur það eru vegir eða byggingar. Steingrímur segist hafa farið um þjóðveg eitt á síðasta ári og skoðað ástand vegkantanna. Áberandi sé hversu illa þeir eru farnir á mörgum stöðum, bæði vegna þungaflutninga og eins vegna veðrunar. Sú hlið veganna sem snýr mót suðri sé víðast verr farin vegna áhrifa rigninga. „Það þarf að hreinsa kantana vel, fjarlægja grjót og gróður og svo sprauta blöndunni yfir,“ segir Steingrímur og kveðst um leið fullviss um að aðferð sín sé vel til þess fallin að styrkja vegkantana. Steingrímur hefur margvíslega reynslu úr atvinnulífinu sem veitir honum innsýn í þessi mál. Hann er hópferðabílstjóri og hefur sem slíkur góða þekkingu á vegunum, þá hefur hann unnið við múrverk og kom aukinheldur að lagningu Suðurlandsvegar, frá Skíðaskálanum að Kambarbrún á sínum tíma. Að hans viti þurfa þessar aðgerðir ekki að kosta mikla peninga. „Það er nóg til af sandi, sementi og kísilryki og um að gera að nota þessi efni til að styrkja vegkantana og auka með því öryggi vegfarenda.
Innlent Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira