Framkvæmdum við tónlistarhús frestað 26. júlí 2006 07:30 Lóð Tónlistar- og ráðstefnuhúss Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum um eitt ár til að sporna gegn þenslu og hvetja um leið aðra til að hægja á dýrum framkvæmdum. Kostnaður við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er áætlaður 12.5 milljarðar króna. MYND/Stefán Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt. Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt.
Innlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira