Féll marga metra af gaffli lyftara og lést 26. júlí 2006 07:00 Hellisheiðarvirkjun Mennirnir eru starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, og þegar slysið varð voru þeir við vinnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur. Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur.
Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent