Síminn og Atlassími ná sáttum í deilu 26. júlí 2006 06:45 Starfsstöð Neyðarlínunnar Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrast kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, vegna bráðabirgðaákvörðunar í deilu Símans hf. og Atlassíma ehf. MYND/Hari Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu. Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu.
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira