Stækkun sem dugar til 2016 26. júlí 2006 07:45 Ný uppgönguleið um laufskálann Meðal breytinga sem þegar hafa verið teknar í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ný leið frá innritunarsal upp á aðra hæð norðurbyggingarinnar. Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér. Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér.
Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent