Stækkun sem dugar til 2016 26. júlí 2006 07:45 Ný uppgönguleið um laufskálann Meðal breytinga sem þegar hafa verið teknar í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ný leið frá innritunarsal upp á aðra hæð norðurbyggingarinnar. Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér. Innlent Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Hluti nýrrar viðbyggingar við norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur verið tekinn í notkun. Frekari stækkun og breytingar eru á næsta leiti, því hafist hefur verið handa við lokaáfanga framkvæmdanna við flugstöðina. Verklok eru áætluð næsta vor þegar flugstöðin fagnar tuttugu ára afmæli. Við létum gera fyrir okkur farþegaspá og miðast allar framkvæmdirnar okkar við hana, segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að árlega fjölgi farþegum um sex til sjö prósent. Af tölum sem komnar eru það sem af er þessu ári er ljóst að við munum fara vel yfir tvær milljónir farþega á árinu. Þessar breytingar eiga að duga okkur fram til ársins 2015 eða 2016 eða fyrir rúmar þrjár milljónir farþega, segir Höskuldur. Við endurskipulagningu flugstöðvarinnar segir Höskuldur að lögð hafi verið áhersla á gott þjónustustig, að tryggja flugöryggi og flugvernd en einnig að góður afrakstur verði af verslunar- og veitingastarfsemi. Við höfum aðallega unnið með dönskum og breskum aðilum, ásamt íslenskum hönnuðum. Þessir aðilar hafa til dæmis verið að vinna á Kastrup-flugvelli og breskum flugvöllum, svo það má segja að við höfum verið að taka úr ýmsum áttum, segir Höskuldur. Stækkun norðurbyggingarinnar nemur 16.500 fermetrum en fyrir stækkunina var hún 22 þúsund fermetrar. Ein viðamesta breytingin verður nýtt farangursflokkunarkerfi sem er sjálfvirkt og afkastar þrefalt meira en núverandi kerfi. Rýmra verður um þjónustu í brottfararsal flugstöðvarinnar og hafa nýjar verslanir þegar tekið til starfa og eldri verslanir fært sig í stærra rými. Má þar nefna verslunina Epal design og Inspired by Iceland, sem er systurverslun 10-11 verslananna. Innritunarsalurinn verður stokkaður upp og mun innritunarborðum meðal annars fjölga úr 25 í 41. Uppganga brottfararfarþega úr innritunarsal upp á aðra hæð þar sem vopnaleit fer fram hefur einnig breyst mikið. Búið er að taka í notkun nýja leið um svokallaðan Laufskála þar sem áður var aðstaða fyrir reykingafólk. Nokkrar nýjunganna sem þegar hafa verið teknar í notkun hafa mælst vel fyrir hjá farþegum á leið um Leifsstöð. Þar á meðal eru yfirbyggðar gönguleiðir sem liggja úr flugstöðinni að bílastæðum. Hafa léttklæddir Íslendingar sem eru nýkomnir úr sólarferðum sérstaklega verið þakklátir fyrir að geta gengið í bíla sína án þess að láta íslensku rigninguna dynja á sér.
Innlent Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira