Tíu sérsveitarmenn verða ráðnir í haust 28. júlí 2006 07:00 Sérsveitin á æfingu Helsta skýringin á auknum rekstrarkostnaði embættis Ríkislögreglustjóra er fjölgun sérsveitarmanna og kaup á búnaði fyrir sveitina. MYND/Valli Rekstrarkostnaður embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2005 jókst um sautján prósent frá árinu á undan, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í nýrri ársskýrslu embættisins sem kom út í gær. Er það samt innan fjárheimilda embættisins. Kostnaður jókst milli áranna í öllum tilteknum gjaldaliðum, að ferðum og fundum undanskildum. Eignakaup námu 16.292.000 krónum árið 2004 en jukust um 57 prósent á milli ára og voru 37.723.000 árið 2005. Er þetta langmesta aukningin í einstökum gjaldalið hjá embættinu. Helsta skýring þessarar aukningar felst í fjölgun sérsveitarmanna og kaupum á búnaði fyrir þá, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Inni í eignakaupum voru fjórtán milljónir sérstaklega eyrnamerktar sérsveitinni, sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar sem var samþykkt í fjárlögum árin 2005 og 2006, undir þeim formerkjum að efla þyrfti innri öryggismál. Sérsveitin verður stækkuð úr 21 manni í 52 menn og ennþá vantar í tíu stöðugildi sem væntanlega verða fyllt í haust. Að jafnaði fara fimmtán milljónir í tækjabúnað fyrir lögreglu á hverju ári að sögn Jóns en keypt er inn fyrir allt landið. Önnur skýring á auknum rekstrarkostnaði er sú mikla lækkun sem varð á sértekjum. Árið 2004 voru þær 33.864.000 en drógust saman um 44 prósent milli ára og voru aðeins 15.546.000 árið 2005. Ástæða þess að þær drógust svona mikið saman er uppsögn Vegagerðarinnar á samningum um umferðareftirlit sem skerðir sértekjurnar um 25 milljónir að sögn Jóns. Launakostnaður, sem er langstærsti gjaldaliður embættisins, jókst um fjórtán prósent milli áranna, úr 567.190.000 í 657.038.000. Við samanburð á efnahagsbrotadeild embættisins og sambærilegum stofnunum á Norðurlöndunum kemur meðal annars fram að hver starfsmaður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er að meðaltali með tvöfalt fleiri viðfangsefni á hverjum tíma en starfsmenn hjá sambærilegum deildum í Noregi og Svíþjóð. Hlutfall ákæra í málum sem enduðu með sakfellingu árið 2005 er hæst á Íslandi, eða 97 prósent á móti níutíu prósentum hjá Svíum og 73 prósentum í Noregi. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um siðferði og starfsumhverfi lögreglu, ýmiss konar uppbyggingarstarfsemi, innra eftirlit með starfsemi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi og þjónustu við borgara. Fjallað er um uppbyggingu og starfrækslu almannavarnardeildar embættisins, sem tók við eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niðurstaðna rannsókna og úttekta. Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Rekstrarkostnaður embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2005 jókst um sautján prósent frá árinu á undan, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í nýrri ársskýrslu embættisins sem kom út í gær. Er það samt innan fjárheimilda embættisins. Kostnaður jókst milli áranna í öllum tilteknum gjaldaliðum, að ferðum og fundum undanskildum. Eignakaup námu 16.292.000 krónum árið 2004 en jukust um 57 prósent á milli ára og voru 37.723.000 árið 2005. Er þetta langmesta aukningin í einstökum gjaldalið hjá embættinu. Helsta skýring þessarar aukningar felst í fjölgun sérsveitarmanna og kaupum á búnaði fyrir þá, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Inni í eignakaupum voru fjórtán milljónir sérstaklega eyrnamerktar sérsveitinni, sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar sem var samþykkt í fjárlögum árin 2005 og 2006, undir þeim formerkjum að efla þyrfti innri öryggismál. Sérsveitin verður stækkuð úr 21 manni í 52 menn og ennþá vantar í tíu stöðugildi sem væntanlega verða fyllt í haust. Að jafnaði fara fimmtán milljónir í tækjabúnað fyrir lögreglu á hverju ári að sögn Jóns en keypt er inn fyrir allt landið. Önnur skýring á auknum rekstrarkostnaði er sú mikla lækkun sem varð á sértekjum. Árið 2004 voru þær 33.864.000 en drógust saman um 44 prósent milli ára og voru aðeins 15.546.000 árið 2005. Ástæða þess að þær drógust svona mikið saman er uppsögn Vegagerðarinnar á samningum um umferðareftirlit sem skerðir sértekjurnar um 25 milljónir að sögn Jóns. Launakostnaður, sem er langstærsti gjaldaliður embættisins, jókst um fjórtán prósent milli áranna, úr 567.190.000 í 657.038.000. Við samanburð á efnahagsbrotadeild embættisins og sambærilegum stofnunum á Norðurlöndunum kemur meðal annars fram að hver starfsmaður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er að meðaltali með tvöfalt fleiri viðfangsefni á hverjum tíma en starfsmenn hjá sambærilegum deildum í Noregi og Svíþjóð. Hlutfall ákæra í málum sem enduðu með sakfellingu árið 2005 er hæst á Íslandi, eða 97 prósent á móti níutíu prósentum hjá Svíum og 73 prósentum í Noregi. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um siðferði og starfsumhverfi lögreglu, ýmiss konar uppbyggingarstarfsemi, innra eftirlit með starfsemi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi og þjónustu við borgara. Fjallað er um uppbyggingu og starfrækslu almannavarnardeildar embættisins, sem tók við eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niðurstaðna rannsókna og úttekta.
Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira