Tvöfalt dýrari íbúðalán 3. ágúst 2006 05:30 Séð yfir Reykjavík. Mikill kostnaður lendir á Íslendingum við lántöku vegna íbúðakaupa. Þingmenn kalla eftir frekari umræðum um málið. Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru töluvert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í samanburði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verðtryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir íslenska neytendur þurfa að taka á sig fórnarkostnað sem fylgi því að vera með máttlítinn gjaldmiðil. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnaðarmun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að lífeyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánunum sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verður að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerfið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum." Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru töluvert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í samanburði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verðtryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir íslenska neytendur þurfa að taka á sig fórnarkostnað sem fylgi því að vera með máttlítinn gjaldmiðil. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnaðarmun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að lífeyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánunum sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verður að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerfið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum."
Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira