Viðskipti innlent

Mala gull úr laxinum

Annar stærsti laxeldis- og fóðurframleiðandi heims, norska félagið Cermaq, hagnaðist um 2,8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi sem er 150 prósenta betri afkoma en á sama tíma í fyrra.

Greining Glitnis greinir frá því að afkoma í laxeldishlutanum hafi verið sérstaklega góð, enda laxaverð mjög hátt. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir sem hlutfall af tekjum nam hvorki meira né minna en 44 prósentum í laxeldisvinnslunni.

Cermaq hefur hækkað um 94 prósent frá því félagið var sett á markað fyrir tæpu ári síðan. Horfur fyrir seinni hluta árs eru sagðar vera góðar.

Önnur laxeldisfélög eins og Pan Fish hafa heldur ekki farið á mis við þessar verðhækkanir. Hlutabréf í Pan Fish hafa hækkað um 250 prósent á einu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×