37 milljarða yfirtökutilboð 5. ágúst 2006 08:30 MAgnús Þorsteinsson Stjórnarformaður Avion Group telur tilboð í Atlas Cold Storage vera sanngjarnt. Stefnt er að því að ljúka kaupunum og að samhæfa rekstur Atlas og Eimskipa. Avion Group hyggst gera formlegt yfirtökutilboð í kanadíska félagið Atlas Cold Storage. Tilboðið er gert fyrir hönd nýstofnaðs dótturfélags Avion, Eimskip Atlas Canada, og hljóðar upp á rúma 37 milljarða íslenskra króna eða sem nemur rúmum 443 krónum á hlut. Atlas Cold Storage rekur fimmtíu og þrjár frysti- og kæligeymslur í Norður-Ameríku. Velta félagsins nam rúmum þrjátíu milljörðum króna árið 2003. Starfsmenn félagsins eru um fjögur þúsund og fimm hundruð. Félagið er skráð í Kauphöllinni í Toronto. Í tilkynningu frá Avion Group segir að Eimskip Atlas Canada hafi nú þegar gert hluthafasamkomulag við tvo stóra hluthafa í Atlas Cold Storage sem tryggi þeim um 13,9 prósent hlutafjár í félaginu. Þá segir að gengið hafi verið frá fjármögnun yfirtökunnar að fullu. Fjármögnun verði í höndum kanadísku bankanna Royal Bank of Canada og Canadian Imperial Banking. Að öðru leyti er tilboðið háð hefðbundnum skilyrðum auk samþykkis samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Kanada. Gangi kaupin eftir mun velta Eimskips nánast tvöfaldast og verður um sjötíu milljarðar króna á ársgrundvelli. "Tilboð okkar er sanngjarnt verð fyrir Atlas Cold Storage. Við stefnum að því að ljúka þessum kaupum og leitast eftir að samhæfa rekstur Atlas við Eimskip. Það er hins vegar núverandi hluthafa Atlas að leggja mat á tilboð okkar," sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group. Eimskip er dótturfélag Avion Group og rekur nú áttatíu og átta skrifstofur í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Félagið rekur þrjátíu og sex skip og sex hundruð flutningabíla. Avion Group starfrækir nú hundrað og tíu skrifstofur víðsvegar um heim og eru starfsmenn um sex þúsund og fimm hundruð. Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Avion Group hyggst gera formlegt yfirtökutilboð í kanadíska félagið Atlas Cold Storage. Tilboðið er gert fyrir hönd nýstofnaðs dótturfélags Avion, Eimskip Atlas Canada, og hljóðar upp á rúma 37 milljarða íslenskra króna eða sem nemur rúmum 443 krónum á hlut. Atlas Cold Storage rekur fimmtíu og þrjár frysti- og kæligeymslur í Norður-Ameríku. Velta félagsins nam rúmum þrjátíu milljörðum króna árið 2003. Starfsmenn félagsins eru um fjögur þúsund og fimm hundruð. Félagið er skráð í Kauphöllinni í Toronto. Í tilkynningu frá Avion Group segir að Eimskip Atlas Canada hafi nú þegar gert hluthafasamkomulag við tvo stóra hluthafa í Atlas Cold Storage sem tryggi þeim um 13,9 prósent hlutafjár í félaginu. Þá segir að gengið hafi verið frá fjármögnun yfirtökunnar að fullu. Fjármögnun verði í höndum kanadísku bankanna Royal Bank of Canada og Canadian Imperial Banking. Að öðru leyti er tilboðið háð hefðbundnum skilyrðum auk samþykkis samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Kanada. Gangi kaupin eftir mun velta Eimskips nánast tvöfaldast og verður um sjötíu milljarðar króna á ársgrundvelli. "Tilboð okkar er sanngjarnt verð fyrir Atlas Cold Storage. Við stefnum að því að ljúka þessum kaupum og leitast eftir að samhæfa rekstur Atlas við Eimskip. Það er hins vegar núverandi hluthafa Atlas að leggja mat á tilboð okkar," sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group. Eimskip er dótturfélag Avion Group og rekur nú áttatíu og átta skrifstofur í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Félagið rekur þrjátíu og sex skip og sex hundruð flutningabíla. Avion Group starfrækir nú hundrað og tíu skrifstofur víðsvegar um heim og eru starfsmenn um sex þúsund og fimm hundruð.
Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira