Hraðatakmarkandi búnaður skylda 8. ágúst 2006 07:15 Jón Magnús Pálsson, Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjórar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerfið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðsaðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutningarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengivagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og samtök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón. Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjórar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerfið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðsaðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutningarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengivagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og samtök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón.
Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira