Hraðatakmarkandi búnaður skylda 8. ágúst 2006 07:15 Jón Magnús Pálsson, Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjórar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerfið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðsaðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutningarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengivagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og samtök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón. Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjórar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerfið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðsaðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutningarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengivagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og samtök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón.
Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent