Aðstandendur eru sáttir 8. ágúst 2006 07:30 Fjör í laugardalnum Ekki lögðu allir land undir fót en um 5.000 manns komu saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal þar sem Stuðmenn héldu uppi fjörinu. MYND/Daniel verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar. Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjón Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar.
Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjón Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira