Veigar Páll framlengdi samninginn við Stabæk 9. ágúst 2006 15:00 veigar páll gunnarsson Fagnar hér einu marka sinna í sumar ásamt liðsfélögum sínum en hann er fyrir miðri mynd. MYND/scanpix Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við. Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við.
Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira