Viðskipti innlent

Útilokar leka við kaup á Scanvægt

Hörður Arnarson, forstjóri Marels Engin viðskipti innherja í Marel hafa átt sér stað á árinu, segir forstjóri Marels, en kveðst hafa orðið var við áhuga fjárfesta á félaginu undanfarna mánuði.
Hörður Arnarson, forstjóri Marels Engin viðskipti innherja í Marel hafa átt sér stað á árinu, segir forstjóri Marels, en kveðst hafa orðið var við áhuga fjárfesta á félaginu undanfarna mánuði. MYND/valli

Hörður Arnarson, forstjóri Marels, útilokar með öllu að upplýsingar hafi lekið út á markaðinn frá félaginu vegna kaupa þess á danska samkeppnisaðilanum Scanvægt fyrir tíu milljarða króna. Fyrir helgi áttu sér stað töluverð viðskipti með hlutabréf Marels og hækkaði gengi félagsins um 3,5 prósent í yfir 53 milljóna króna viðskiptum á fimmtudaginn og föstudaginn.

Hörður segir að á föstudagskvöldið hafi aðilar verið búnir að handsala með sér samkomulag um kaup Marels á Scanvægt. Tilkynnt var um kaupin á frídegi verslunar­manna.

Hann fullvissar að engin viðskipti innherja í Marel hafi átt sér stað, enda hafi þeim verið óheimilt að versla með bréf í félaginu á þessu ári.

Forstjórinn hefur orðið var við áhuga fjárfesta á félaginu undanfarna mánuði eftir að það lauk við sex milljarða skuldabréfaútboð í byrjun apríl. Tilgangur þess var að fjármagna framtíðarvöxt félagsins en Marel hefur ráðist í tvær yfirtökur í sumar. Sú fyrri var á AEW Delford í Bretlandi.


Tengdar fréttir

Actavis birtir uppgjör í dag

Actavis birtir sex mánaða uppgjör eftir lokun markaða í dag. Félaginu er spáð um 2,8 milljarða hagnaði á öðrum ársfjórðungi miðað við meðaltalsspár markaðsaðila. Gangi spáin eftir eykst hagnaður um 150 prósent milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×