Árás á stúlku á leið í vinnu 11. ágúst 2006 06:15 Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu. Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu.
Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent