Skattkerfið hætt að jafna tekjur fólks 11. ágúst 2006 08:00 Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“ Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira