180 farþegar biðu í níu klukkustundir 11. ágúst 2006 07:00 biðin langa Þreyta sótti á suma flugfarþega á meðan þeir biðu eftir því að komast um borð í vél til London. Þessi mynd var tekin skömmu fyrir hádegi og átti fólk þá eftir að bíða dágóða nokkra stund enn. Mynd/víkurfréttir Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu. Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Um 180 manns þurftu að bíða í um níu klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í gær eftir því að komast með flugi Icelandair til Heathrow-flugvallar í London. Flugumferð til og frá Bretlandi, og þá sérstaklega Heathrow, raskaðist talsvert í kjölfar þess að hættuástandi var lýst yfir vegna hryðjuverkaógnar. Icelandair flaug tvisvar til Heathrow í gær, önnur vélin átti að fara í loftið klukkan átta að morgni, en það flug frestaðist til klukkan þrjú síðdegis. Hin vélin átti að fara um klukkan fjögur síðdegis en var frestað um tæpa klukkustund. Vélarnar flugu síðan með farþega til baka í gærkvöldi. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eitthvað hafi verið um það að þeir sem áttu bókað far með vélunum heim í gærkvöldi hafi frestað fluginu til dagsins í dag vegna ástandsins. Flugfélagið hafi opnað fyrir þann möguleika að miðunum væri breytt. Ásgeir Friðgeirsson var einn þeirra sem frestuðu flugi sínu heim frá London. Ég vildi losna við örtröðina á Heathrow. Það er betra að vinna fram eftir í kvöld [í gær] og fljúga á hádegi á morgun [í dag]. Guðjón Arngrímsson segir að gengið sé út frá því að allt flug í dag verði á áætlun. Iceland Express flaug einu sinni til London í gær, en þar sem ástandið var mun betra á Stansted-flugvelli var það flug á áætlun. Að sögn Birgis Jónssonar misstu þó einhverjir af flugi vélarinnar til baka vegna seinkana annarra flugfélaga. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru hertar, að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Öryggisleit á farþegum var aukin og var þeim meinað að taka með sér vökva í handfarangri í flugvélina. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að ekki hafi borist sams konar krafa frá breskum yfirvöldum. Berglind María Tómasdóttir flaug til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún var mætt tímanlega á staðinn þar sem margt var í flugstöðinni og sagði rólegt yfirbragð á staðnum þrátt fyrir mannmergðina. Engin sérstök óþægindi hefðu hlotist af aukinni öryggisgæslu.
Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira