Til skoðunar að heimila hvalveiðar 12. ágúst 2006 07:45 Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Sjá meira
Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Sjá meira