Vantar fleiri Sæluvikur 12. ágúst 2006 06:00 Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar. Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar.
Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira