

Vort líf, vort líf!
Á flokksþinginu var ný forysta valin. Hinn framfarasinnaði Jón Sigurðsson hefur nú tekið við formennsku í flokknum og tekur við stjórninni af leiðtoga okkar, Halldóri Ásgrímssyni, en hann hefur verið með allra traustustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Jón er m.a. höfundur að háskólauppbyggingunni á Bifröst. Uppbyggingin á Bifröst er lýsandi dæmi um framsýni Jóns. Á sama hátt trúi ég því að hann eigi eftir að treysta innviði Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson er varaformaður og á mikinn stuðning innan flokksins enda þrautreyndur stjórnmálamaður. Sæunn Stefánsdóttir er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Enginn vafi er á þetta þríeyki á eftir að vinna vel saman og efla flokkinn, það er og ósk flokksmanna.
Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman. Altént er lítið minnst á turninn sem hún sá í augsýn og átti að verða mótvægi við þann turn sem stundum er talað um þegar fjallað er um stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar.
Í augnablikinu virðist samlíkingin um turn Samfylkingarinnar lágreistari en efni stóðu til í upphafi. Formaður vinstri grænna finnur það nýjum formanni Framsóknarflokksins það helst til foráttu að hann komi úr öðru umhverfi en menn eiga að venjast í pólitík. Það kemur reyndar engum á óvart að fulltrúar vinstri grænna finni eitthvað til þess að vera á móti og gera athugasemdir við. Sumir hafa einnig talað um að nýi formaðurinn hafi fengið þessa vegsemd á silfurfati. Þetta er auðvitað fráleit samlíking því hann er hvattur og kallaður til starfa af flokksmönnum og stendur í rauninni upp úr gullstól í Seðlabankanum sem oft hefur verið virðingarembætti fyrrverandi forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar. Ekki er úr vegi að rifja upp að núverandi formaður vinstri grænna sóttist eftir formannsembætti þegar síðast var kosið í það embætti hjá Alþýðubandalaginu sáluga. Hann varð undir og þegar Samfylkingin var stofnuð kaus hann að stofna sinn eigin flokk. Samt kom formannsefnið þá úr "réttu" umhverfi. Nú er rætt um kosningabandalag Samfylkingar og vinstri grænna. Þess vegna má líkja samhljómi þessara tveggja foringja stjórnarandstöðunnar við orðtak Steins Steinarr til minningar um misheppnaðan tónsnilling. " Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk."
Við framsóknarmenn erum hins vegar tilbúnir að stilla saman strengi okkar undir öruggri forystu Jóns Sigurssonar og höldum áfram að gefa þann eina sanna tón sem verður íslenskri þjóð til sóknar og sóma. Framundan er ný framsókn elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar.
Skoðun

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar