Actavis hækkar yfirtökutilboð sitt í Pliva 1. september 2006 00:01 Róbert Wessmann, forstjóri actavis. Róbert segir samlegðuáhrif Actavis og Pliva meiri en Barr og Pliva. Actavis er í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár í fyrirtækinu. MYND/ valli Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref. Fyrra tilboð Actavis hljóðaði upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadali eða um 175 milljarða íslenskra króna og hefur fjármálaeftirlit Króatíu staðfest nýtt tilboð Actavis, sem er 7 prósentum hærra en tilboð bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Barr í Pliva. Fjármögnun vegna tilboðsins er að fullu lokið en að baki henni standa alþjóðlegu viðskiptabankarnir JP Morgan, HSBC og UBS, auk íslensku bankanna Glitnis og Landsbanka Íslands. Þá hefur Actavis fengið samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár sem nemur allt að 300 milljón hlutum í Actavis í tengslum við kaupin. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir fyrirtækið í góðri stöðu því samlegðuáhrif af samruna Actavis og Pliva séu allt að helmingi meiri en Barr geri ráð fyrir. Þó eigi eftir að sjá hvort Barr sé tilbúið til að hækka tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið. "Það gæti gerst að Barr vilji borga meira fyrir félagið en eðlilegt er. Þá munum við skoða það," segir hann. Að sögn Róberts verða yfirtökur á borð við þessa að standa undir kaupverðinu svo þau skili sér aftur í aukinni arðsemi fyrir hluthafa fyrirtækjanna. "Þetta snýst í raun ekki um það hver er með stærsta vasann heldur hvað sé raunhæft að bjóða í svona félag," segir hann. Hækki Barr tilboð sitt geti svo farið að Actavis selji bréf sín eða haldi þeim og "geri Barr lífið leitt," sé gripið til orða Róberts enda sé félagið í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár. Barr á hins vegar enga hluti í króatíska lyfjafyrirtækinu. Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið muni taka ákvörðun um næstu skref eigi síðar en á föstudag í næstu viku Gengi bréfa í Pliva hækkaði um 5 prósent á markaði í Krótíu í kjölfar hærra tilboðs frá Actavis og fór í 820 kúnur á hlut. Fréttastofa Reuters hefur eftir greiningaraðila við Hypo Alpe-Adria banka í Króatíu að tilboð Actavis komi ekki á óvart. Telji greiningardeild bankans miklar líkur á að Barr bregðist við innan skamms og geti svo farið að lokagengi bréfa í Pliva fari yfir 850 kúnur á hlut. Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref. Fyrra tilboð Actavis hljóðaði upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadali eða um 175 milljarða íslenskra króna og hefur fjármálaeftirlit Króatíu staðfest nýtt tilboð Actavis, sem er 7 prósentum hærra en tilboð bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Barr í Pliva. Fjármögnun vegna tilboðsins er að fullu lokið en að baki henni standa alþjóðlegu viðskiptabankarnir JP Morgan, HSBC og UBS, auk íslensku bankanna Glitnis og Landsbanka Íslands. Þá hefur Actavis fengið samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár sem nemur allt að 300 milljón hlutum í Actavis í tengslum við kaupin. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir fyrirtækið í góðri stöðu því samlegðuáhrif af samruna Actavis og Pliva séu allt að helmingi meiri en Barr geri ráð fyrir. Þó eigi eftir að sjá hvort Barr sé tilbúið til að hækka tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið. "Það gæti gerst að Barr vilji borga meira fyrir félagið en eðlilegt er. Þá munum við skoða það," segir hann. Að sögn Róberts verða yfirtökur á borð við þessa að standa undir kaupverðinu svo þau skili sér aftur í aukinni arðsemi fyrir hluthafa fyrirtækjanna. "Þetta snýst í raun ekki um það hver er með stærsta vasann heldur hvað sé raunhæft að bjóða í svona félag," segir hann. Hækki Barr tilboð sitt geti svo farið að Actavis selji bréf sín eða haldi þeim og "geri Barr lífið leitt," sé gripið til orða Róberts enda sé félagið í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár. Barr á hins vegar enga hluti í króatíska lyfjafyrirtækinu. Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið muni taka ákvörðun um næstu skref eigi síðar en á föstudag í næstu viku Gengi bréfa í Pliva hækkaði um 5 prósent á markaði í Krótíu í kjölfar hærra tilboðs frá Actavis og fór í 820 kúnur á hlut. Fréttastofa Reuters hefur eftir greiningaraðila við Hypo Alpe-Adria banka í Króatíu að tilboð Actavis komi ekki á óvart. Telji greiningardeild bankans miklar líkur á að Barr bregðist við innan skamms og geti svo farið að lokagengi bréfa í Pliva fari yfir 850 kúnur á hlut.
Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent