Enginn friður í Darfúr 5. september 2006 07:30 Flóttadrengur í búðunum í Tsjad Tsjadsmegin við landamærin dveljast nú minnst 200.000 súdanskir flóttamenn úr Darfúr-héraði. MYND/AP Stjórnvöld í Súdan segja að Afríkubandalagið hafi ekki umboð til að framselja núverandi friðargæslu bandalagsins til Sameinuðu þjóðanna. SUNA-fréttastöðin í Súdan hefur eftir forseta landsins, Omar al-Bashir, að súdanska stjórnin hafni alþjóðlegri friðargæslu í landinu og búi sig undir átök við hana, komi hún óboðin. Hann hvatti einnig Afríkubandalagið til að hafa sig á brott úr landinu fyrir lok mánaðarins, en þá rennur umboð þess til friðargæslu opinberlega út. Ríkisstjórn Súdans er talin hafa sent liðsauka til Darfúr-héraðs nýverið og hefur gefið út yfirlýsingar um að 10.000 manna súdanskan her nægi til að tryggja frið í Darfúr. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur er ekki sérlega bjartsýn á friðarhorfurnar. Til þess að friður haldist verða allar stríðandi fylkingar að vera á bandi friðarins. Sú staðreynd að tveir af þrem uppreisnarhópum í Darfúr-héraði skrifuðu ekki undir friðarsamningana í maí 2006 gefur ekki ástæðu til mikillar bjartsýni, sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Magnea bendir einnig á að ein ástæða mikillar andstöðu ríkisstjórnar Súdans sé hlutskipti bandamanna ríkisstjórnarinnar í Darfúr. Í Darfúr eru um fimmtíu menn sem settir hafa verið á lista Alþjóðasakamáladómstólsins yfir stríðslæpamenn. Þeir eru hliðhollir ríkisstjórninni og því vill hún leiða málið til lykta á sínum eigin forsendum, frekar en að hleypa að alþjóðlegum her Sameinuðu þjóðanna, sem síðan gæti fært þá fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn. Núverandi friðargæsluliði Afríkusambandsins í Darfúr hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skyldi síðan nokkrir af deiluaðilum skrifuðu undir friðarsamkomulagið í maí 2006. Eftir að þrír hópar afrískra Darfúr-manna gerðu uppreisn gegn arabískum yfirvöldum í Kartúm árið 2003 hafa um 200.000 manns látið lífið og liðlega 2,5 milljónir lagt á flótta. Erlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Stjórnvöld í Súdan segja að Afríkubandalagið hafi ekki umboð til að framselja núverandi friðargæslu bandalagsins til Sameinuðu þjóðanna. SUNA-fréttastöðin í Súdan hefur eftir forseta landsins, Omar al-Bashir, að súdanska stjórnin hafni alþjóðlegri friðargæslu í landinu og búi sig undir átök við hana, komi hún óboðin. Hann hvatti einnig Afríkubandalagið til að hafa sig á brott úr landinu fyrir lok mánaðarins, en þá rennur umboð þess til friðargæslu opinberlega út. Ríkisstjórn Súdans er talin hafa sent liðsauka til Darfúr-héraðs nýverið og hefur gefið út yfirlýsingar um að 10.000 manna súdanskan her nægi til að tryggja frið í Darfúr. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur er ekki sérlega bjartsýn á friðarhorfurnar. Til þess að friður haldist verða allar stríðandi fylkingar að vera á bandi friðarins. Sú staðreynd að tveir af þrem uppreisnarhópum í Darfúr-héraði skrifuðu ekki undir friðarsamningana í maí 2006 gefur ekki ástæðu til mikillar bjartsýni, sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Magnea bendir einnig á að ein ástæða mikillar andstöðu ríkisstjórnar Súdans sé hlutskipti bandamanna ríkisstjórnarinnar í Darfúr. Í Darfúr eru um fimmtíu menn sem settir hafa verið á lista Alþjóðasakamáladómstólsins yfir stríðslæpamenn. Þeir eru hliðhollir ríkisstjórninni og því vill hún leiða málið til lykta á sínum eigin forsendum, frekar en að hleypa að alþjóðlegum her Sameinuðu þjóðanna, sem síðan gæti fært þá fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn. Núverandi friðargæsluliði Afríkusambandsins í Darfúr hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skyldi síðan nokkrir af deiluaðilum skrifuðu undir friðarsamkomulagið í maí 2006. Eftir að þrír hópar afrískra Darfúr-manna gerðu uppreisn gegn arabískum yfirvöldum í Kartúm árið 2003 hafa um 200.000 manns látið lífið og liðlega 2,5 milljónir lagt á flótta.
Erlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira