Þrýstingur eykst á Leijonborg 7. september 2006 07:30 Fredrik Reinfeldt Sænska lögreglan upplýsti í gær að alls væru þrír starfsmenn ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins grunaðir um að hafa átt þátt í að brjótast inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins; það er einum fleiri en áður hafði komið fram. Framkvæmdastjóri flokksins sagði af sér vegna málsins í fyrradag og eftir því sem meira er um málið fjallað í sænskum fjölmiðlum eykst þrýstingur á flokksformanninn Lars Leijonborg um að taka líka pokann sinn, nú þegar tíu dagar eru til þingkosninga í landinu. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni kosningabandalags borgaralegu flokkanna, sem Þjóðarflokkurinn á aðild að, lýsti því yfir í gær að vissulega væru það alvarlegir hlutir sem hefðu þarna átt sér stað, en að hans mati hefði flokksforystan „sýnt skýr og snögg viðbrögð“. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Reinfeldt að það sé ekki í hans verkahring heldur flokksmanna í Þjóðarflokknum að segja til um hvort flokksformaðurinn Leijonborg njóti áfram trausts þeirra. Reinfeldt sagði ummæli Maritu Ulvskog, fjölmiðlafulltrúa jafnaðarmanna, sem líkti Leijonborg við nauðgara, vera högg undir beltisstað sem dæmdi sig sjálft. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að vert væri að spyrja hvers vegna jafnaðarmenn hefðu fyrst nú, svo skömmu fyrir kosningar, lagt fram kæru vegna hinna meintu innbrota í tölvukerfi þeirra, eftir að í ljós er komið að þeir höfðu sannanir fyrir þeim þegar í marsmánuði síðastliðnum. Stjórnmálafræðingurinn Magnus Hagevi við háskólann í Växsjö tjáir fréttavef Dagens Nyheter í gær að tölvunjósna-hneykslið gæti rúið Þjóðarflokkinn það miklu fylgi að hann kynni að eiga á hættu að falla niður fyrir fjögurra prósenta markið, sem er þröskuldurinn til að komast á þing. Það gæti ráðið úrslitum kosninganna, þar sem þar með gæti borgaraflokkabandalagið misst þann nauma meirihluta sem það hefur mælst með í skoðanakönnunum að undanförnu. Erlent Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Sænska lögreglan upplýsti í gær að alls væru þrír starfsmenn ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins grunaðir um að hafa átt þátt í að brjótast inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins; það er einum fleiri en áður hafði komið fram. Framkvæmdastjóri flokksins sagði af sér vegna málsins í fyrradag og eftir því sem meira er um málið fjallað í sænskum fjölmiðlum eykst þrýstingur á flokksformanninn Lars Leijonborg um að taka líka pokann sinn, nú þegar tíu dagar eru til þingkosninga í landinu. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni kosningabandalags borgaralegu flokkanna, sem Þjóðarflokkurinn á aðild að, lýsti því yfir í gær að vissulega væru það alvarlegir hlutir sem hefðu þarna átt sér stað, en að hans mati hefði flokksforystan „sýnt skýr og snögg viðbrögð“. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Reinfeldt að það sé ekki í hans verkahring heldur flokksmanna í Þjóðarflokknum að segja til um hvort flokksformaðurinn Leijonborg njóti áfram trausts þeirra. Reinfeldt sagði ummæli Maritu Ulvskog, fjölmiðlafulltrúa jafnaðarmanna, sem líkti Leijonborg við nauðgara, vera högg undir beltisstað sem dæmdi sig sjálft. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að vert væri að spyrja hvers vegna jafnaðarmenn hefðu fyrst nú, svo skömmu fyrir kosningar, lagt fram kæru vegna hinna meintu innbrota í tölvukerfi þeirra, eftir að í ljós er komið að þeir höfðu sannanir fyrir þeim þegar í marsmánuði síðastliðnum. Stjórnmálafræðingurinn Magnus Hagevi við háskólann í Växsjö tjáir fréttavef Dagens Nyheter í gær að tölvunjósna-hneykslið gæti rúið Þjóðarflokkinn það miklu fylgi að hann kynni að eiga á hættu að falla niður fyrir fjögurra prósenta markið, sem er þröskuldurinn til að komast á þing. Það gæti ráðið úrslitum kosninganna, þar sem þar með gæti borgaraflokkabandalagið misst þann nauma meirihluta sem það hefur mælst með í skoðanakönnunum að undanförnu.
Erlent Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent