Segir leynifangelsi nauðsynleg 7. september 2006 07:15 Guantanamo Fjórtán fangar bætast brátt í hóp þeirra sem fyrir eru í fangelsi bandaríska hersins við Guantanamo á Kúbu. MYND/AP George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra fangelsa víða um heim, þar sem leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hann sagði þó ekkert hvar þessi fangelsi væru. Hann nefndi nokkra af föngunum á nafn og sagði að fjórtán fangar myndu verða fluttir til fangelsis Bandaríkjahers við Guantanamo á Kúbu, þar sem þeir yrðu sóttir til saka. Það hefur verið nauðsynlegt að flytja þessa menn í umhverfi þar sem hægt er að halda þeim í leynum, gefa sérfræðingum færi á að yfirheyra þá og, þegar svo ber undir, sækja þá til saka fyrir hryðjuverk, sagði Bush. Bandarísk stjórnvöld hafa til þessa ekki viljað viðurkenna að þessi leynilegu fangelsi væru til, en þau hafa engu að síður sætt harðri gagnrýni fyrir að starfrækja þau. Ásakanir hafa gengið um að pyntingar hafi verið stundaðar í sumum þessara fangelsa. Í gær birti jafnframt bandaríski herinn nýja handbók um yfirheyrslur fanga, sem verið hefur í smíðum í meira en ár. Þar eru settar strangar reglur um mannúðlega meðferð fanga, og meðal annars er lagt blátt bann við því að hræða fanga með hundum, hylja höfuð þeirra alveg með hettum og beita svonefndri vatnsbrettaaðferð, sem veldur því að fanganum finnist hann vera að drukkna. Allar deildir bandaríska hersins þurfa að fara eftir þessum reglum, en leyniþjónustan CIA er þó óbundin af þeim þar sem hún stendur utan hersins. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa að hluta til séð um yfirheyrslur fanga, sem herinn hefur í haldi, meðal annars við Guantanamo á Kúbu og í Abu Graib fangelsinu í Írak. Erlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra fangelsa víða um heim, þar sem leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hann sagði þó ekkert hvar þessi fangelsi væru. Hann nefndi nokkra af föngunum á nafn og sagði að fjórtán fangar myndu verða fluttir til fangelsis Bandaríkjahers við Guantanamo á Kúbu, þar sem þeir yrðu sóttir til saka. Það hefur verið nauðsynlegt að flytja þessa menn í umhverfi þar sem hægt er að halda þeim í leynum, gefa sérfræðingum færi á að yfirheyra þá og, þegar svo ber undir, sækja þá til saka fyrir hryðjuverk, sagði Bush. Bandarísk stjórnvöld hafa til þessa ekki viljað viðurkenna að þessi leynilegu fangelsi væru til, en þau hafa engu að síður sætt harðri gagnrýni fyrir að starfrækja þau. Ásakanir hafa gengið um að pyntingar hafi verið stundaðar í sumum þessara fangelsa. Í gær birti jafnframt bandaríski herinn nýja handbók um yfirheyrslur fanga, sem verið hefur í smíðum í meira en ár. Þar eru settar strangar reglur um mannúðlega meðferð fanga, og meðal annars er lagt blátt bann við því að hræða fanga með hundum, hylja höfuð þeirra alveg með hettum og beita svonefndri vatnsbrettaaðferð, sem veldur því að fanganum finnist hann vera að drukkna. Allar deildir bandaríska hersins þurfa að fara eftir þessum reglum, en leyniþjónustan CIA er þó óbundin af þeim þar sem hún stendur utan hersins. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa að hluta til séð um yfirheyrslur fanga, sem herinn hefur í haldi, meðal annars við Guantanamo á Kúbu og í Abu Graib fangelsinu í Írak.
Erlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira