Viðskipti innlent

SPRON 40 milljarða virði

Hildur Petersen, formaður stjórnar SPRON Gengi stofnfjárbréfa hefur hækkað eins og virði hlutabréfa.
Hildur Petersen, formaður stjórnar SPRON Gengi stofnfjárbréfa hefur hækkað eins og virði hlutabréfa. MYND/E.Ól.

Það eru ekki einvörðungu hlutabréf sem hafa hækkað skarpt á síðustu vikum því stofnfjárbréf í SPRON tóku við sér seinni hlutann í ágúst. Frá því í byrjun ágúst nemur hækkun bréfanna um fjórðungi og má sennilega ætla að gott sex mánaða uppgjör sparisjóðsins hafi ráðið þar miklu um.

Einnig er ljóst að SPRON hagnast verulega á skráningu Existu á markað í næstu viku en sjóðurinn er þriðji stærsti hluthafinn í Existu. Reikna má með að nokkru muni á markaðsvirði bréfanna og bókfærðu virði þeirra.

Markaðsvirði SPRON er því 39,3 milljarða virði ef miðað er við gengið 3,9 á hvert stofnfjárbréf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×