Actavis lætur Barr um Pliva 19. september 2006 09:00 Rannsóknasetur Pliva í Zagreb í Króatíu. Útlit er fyrir að Barr Pharmaceuticals hreppi Pliva í Króatíu, enda hefur Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í fyrirtækið. Mynd/Pliva Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira